Tímon Tímaskráningarkerfi

Með Tímon tímaskráningakerfi er haldið utan um skráningar og fjarvistir starfsmanna, ásamt því að reikna út heildarnýtingu vinnutímans. Hægt er að sjá í rauntíma mætingar, fjarvistir, og í hvað launakostnaður stefnir.

  • Ýmsar skráningarleiðir í boði
  • Útreikningur skráninga samkvæmt öllum helstu kjarasamningum
  • Tengist launakerfum
Lesa meira

Er launavinnsla framundan?

Tímon tímaskráningarkerfi einfaldar launavinnsluna með útreikninga eftir ákvæðum kjarasamninga og réttinda

Lesa meira

Gefðu þér tíma

Það er einfaldara en þú heldur að taka upp Tímon.
Kíktu á myndbandið hér til hliðar og hafðu samband.

Fá tilboð

Vörur og lausnir Tímon er heildarlausn í mannauðsmálum.

Með Tímon getur þú fengið fullkomna yfirsýn yfir þínum mannauði, það dýrmætasta í þínu fyrirtæki. Tímon er jafnt stjórntæki sem hagnýt verkfærakista. Tímon hentar öllum stærðum fyrirtækja.

Viðvera

Með Tímon Viðveru er haldið utan um viðveru starfsmanna, móttaka eða símsvörun getur á augabragði séð hverjir eru við látnir, hvenær aðrir eru væntanlegir og allar fjarvistir starfsmanna.

Lesa meira

Tímaskráning

Með Tímon tímaskráningakerfi er haldið utan um skráningar og fjarvistir starfsmanna, ásamt því að reikna út heildarnýtingu vinnutímans. Hægt er að sjá í rauntíma mætingar

Lesa meira

Verkskráning

Með Tímon Verkskráningu er hægt að skrá tíma á verk úr gsm síma og halda þannig utan um tíma unnin á mismunandi verk í rauntíma. Hægt er að reikna kostnað á verk á einfaldan hátt.

Lesa meira

Vaktaskráning

Með Tímon Vaktaskráningu er hægt að skipuleggja vaktir starfsmanna fram í tímann. Vaktaskema er skilgreint og sett á starfsmenn. Einfalt er að afrita vaktina og sjá kostnað sem

Lesa meira

notkun Atvinnugreinar

Hér eru dæmi um nokkrar atvinnugreinar og hvernig þær nýta sér Tímon lausnir.

Þjónusta

 

Fyrirtæki í þjónustugeiranum nýta sér skráningu á verkum og viðveru. Þar er mikið um blandaðar lausnir, starfsfólk á föstum mánaðarlaunum þar sem viðvera og fjarvistarskráning eru lykilatriði. Aðrir eru með hóp verktaka á tímakaupi og umsýslu vaktavinnu.

Lesa meira

 

 

Verslun

 

Tímon hentar verslunargeiranum sérstaklega vel, jafnt smærri verslunum sem stórum. Þar er krafist lausnar sem er þægileg í notkun, uppfyllir VR kjarasamninga og sérkjarasamninga og styður við margar starfsstöðvar þar sem starfsmenn flakka gjarnan á milli.

Lesa meira

Ferðaþjónusta

 

Þegar mikil sveifla getur verið í mannaforða eftir árstíðum er mikilvægt að halda góðri yfirsýn og geta brugðist við örum breytingum á einfaldan hátt. Þau atriði sem ferðaþjónustan nýtir sér einkum er skipulag vakta í vaktakerfi Tímon og utanumhald um sveigjanlegan vinnutíma starfsmanna.

Lesa meira

 

Iðnaður

 

Verktakageirinn er tryggur hópur Tímon notenda og nýtir sér rauntímaskráningu á verk úr gsm símum á vinnustöðum hvar sem er. Þeim er mikilvægt að fylgjast vel með framlegð á verkum ásamt yfirvinnukostnaði. Vinnuskýrslur eru notaðar við útskuldun reikninga.

Lesa meira

Fá tilboð

Hverjar eru ykkar þarfir?
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig.

Fáðu tilboð

Sveitarfélög og stofnanir

 

Sveitarfélög eru öflugir Tímon notendur. Þau eru oft með flókna og fjölbreytta launaútreikninga og ólíka hópa starfsfólks. Þar reynir á vaktavinnu, útköll, hvíldarákvæði og frítökuréttindi, allt sem Tímon heldur utan um og léttir vinnu launadeildar sem og annarra deilda.

Lesa meira

 

vitnisburður Umsagnir viðskiptavina

Tímon auðveldar okkur launavinnsluna og gerir okkur kleift að styðja við margs konar útreikninga eftir ákvæðum kjarasamninga og réttindum. Með Tímon náum við að klára stóra vinnslu á tilsettum tíma og innlestur í launakerfi tryggir áreiðanleika gagna. Karen Elín Kristjánsdóttir

Launa- og kjaraþróun, Eimskip

Ég hef notað Tímon í 12 ár og vildi alls ekki vera án þess. Tímon gefur mér bæði yfirsýn yfir verkin og nákvæmari tímaskriftir.

Kristján Aðalsteinsson

Litagleði

-Veitið mjög góða þjónustu, hafið leyst öll mín vandamál fljótt og vel.

-Öll mál eru kláruð og það er gert með þægilegu viðmóti og þjónustulund skín í gegn.

-Auðvelt í notkun og gott utanumhald á tímaskráningu og verkskráningu. Gott að vinna með tímaskráningar, leiðréttingar o.s.frv.

-Notendavænt. Þægilegt viðmót.

Ummæli viðskiptavina úr þjónustukönnun 2017

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Trackwell uppfyllir nýjar kröfur um persónuvernd

Gert er ráð fyrir að ný persónuverndarlög (GDPR) taki gildi 25. maí næstkomandi. Persónuverndarlöggjöfin tekur til verndar einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja hinni... Lesa meira

Trackwell á Verk og vit 2018

Trackwell verður á  stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll 8.-11. mars að kynna Tímon og Flota fyrir gestum sýningarinnar.  Sýningin er haldin í fjórða sinn og er eins og áður tileinkuð byggingariðnaði, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, sjá verkogvit.is. Sýningin var síðast haldin árið 2016 og tókum við þá þátt í fyrsta... Lesa meira

Costco velur Tímon

Í vor ákvað Costco Wholesale að bætast í sístækkandi hóp viðskiptavina Tímon. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt gerir Costco miklar kröfur til gæða og þjónustu og erum við stolt af því að þau hafi valið Tímon fram yfir önnur kerfi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fá að... Lesa meira