fbpx

Iðnaður og framleiðsla

Aðgengileg
tímaskráning

Fyrirtæki í iðnaði og framleiðslu eru tryggir notendur Tímon. Oft eru fyrirtæki í framleiðslu að vinna eftir nokkuð margslungnum kjarasamningareglum og nýta sér þá gjarnan möguleikann á að láta Tímon reikna bónus- og álagsgreiðslur auk fatapeninga svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðaraðhald er mikilvægt og yfirvinnu er haldið í lágmarki með hjálp Tímon. Auðvelt er að hafa yfirsýn þótt starfsstöðvar séu á fleiri en einum stað og einfalt er að sjá hverjir eru mættir til vinnu og hverjir ekki. Eins vilja mörg fyrirtæki í framleiðslu sjá hve mikill tími fer í hvert skref í framleiðslunni og þá er Tímon Verkskráning mjög góð viðbót við Tímaskráninguna.

Ýmsir skráningarmöguleikar

Hægt að nota ýmsar skráningarleiðir, m.a. fingrafaraskanna, stimpilklukku eða kortaskanna. 

Vaktir

Tímon Vaktaplan heldur utan um óreglulegar vaktir, en einnig er hægt að nýta sér vaktareglur Tímon, fyrir starfsfólk á reglulegum vöktum. 

Verkskráning

Einfalt að verkskrá á mismunandi starfsstöðvum. Hægt að sjá hversu mikill tími eða launakostnaður fer í hvert skref í framleiðslunni. 

Kostnaðaraðhald og utanumhald

Yfirmenn sjá daglega hvert launakostnaður stefnir og hafa góða yfirsýn yfir kostnaðaráætlun. Tímon sér um utanumhald um t.d. fatapeninga, bónusgreiðslur og bakvaktir

Stjórnendaupplýsingar

Aðgengilegar heildartölur fyrirtækis varðandi mannauð i rauntíma – stjórnendur fylgjast með veikindarétti, orlofsstöðu, starfsmannaveltu og stöðugildum.

Mötuneyti

Eru mötuneytisskráningarnar tímafrekar og óskilvirkar? Með Tímon Mötuneyti geta starfsmenn skráð á sig mat eða aðrar vörur og kostnaður er svo dreginn af launum.  

Við leysum
vanda­málin

Hjá Tímon koma fyrirtæki í iðnaði ekki að tómum kofanum því þessar þrjár konur hafa mikla reynslu af innleiðingum, þekkingu á kjarasamningum og luma á góðum ráðum úr bransanum sem nýtast öllum launafulltrúum. Hér sameinast reynsla sem aðalbókari, reynsla úr fjármálageiranum og þekking á því hvernig kerfið getur gert dagleg störf launafulltrúa auðveldari og aukið allt yfirlit yfir launakostnað. Þær tækla flókna útreikninga enda geta margir kjarasamningar legið þar að baki.

Talaðu við okkur

Við erum alltaf tilbúin til að tækla vandamálin svo að þú getir einbeitt þér að því sem skiptir þig máli í þínum rekstri

// Ólöf – Tímon ráðgjafi

// Hafdís – Forritari

Leitaðu ráða á öðrum sviðum

„Það sem skiptir einna mestu máli er gott yfirlit yfir viðveru og fjarveru. Að vera með kerfi sem styður m.a. við sveigjanlegan vinnutíma, veitir yfirsýn yfir tímanotkun og gerir starfsfólki kleift að sjá eigin orlofsstöðu í rauntíma.”

„Hröð starfsmannavelta, mikið utanumhald um vaktir og dreifð starfsemi einkenna verslunargeirann. Hér skiptir miklu máli að hafa góða yfirsýn yfir launakostnað og rekstur. Tímastjórnun og skilvirkt upplýsingaflæði gera flókna hluti einfalda.”

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by