Gefðu þér tíma með Tímon

 

Námskeið

 

VOR 2020  

Kerfisstjóranámskeið

Námskeið ætlað notendum með kerfisstjóraréttindi.

Farið verður á markvissan hátt yfir alla helstu virkni kerfisins. Kerfisvirkni sem unnið verður með er m.a. mínar síður og mælaborð, kerfisumsjón, skýrslur, orlofsmeðhöndlun og ýmsar nýjungar.

Ráðgjafar verða til skrafs og ráðagerða í lok námskeiðs ef á þarf að halda.

Þriðjudaginn  10. mars 2020 kl. 9-12

20.000 kr.

Hópstjóranámskeið með eða án Vaktaplans

Námskeið ætlað notendum með hópstjóraréttindi.

Farið verður á markvissan hátt yfir alla helstu virkni kerfisins. 

Kerfisvirkni sem unnið verður í er stofnun og stillingar starfsmanna, tegundir stimplana, samþykktarferli, reiknireglur o.fl. Einnig verður farið yfir skýrslur og notagildi þeirra við upplýsingaöflun vegna viðveru starfsmanna.

Fyrir þá sem eru að nota Vaktaplan Tímon verður farið í þann hluta kerfisins kl. 9.

Aðrir mæta kl. 10

Markmiðið er að hópstjórar öðlist heildarsýn á Tímon og geti nýtt sér alla grunnvirkni sem aðgangur þeirra býður upp á. 

Ráðgjafar verða til skrafs og ráðagerða í lok námskeiðs ef á þarf að halda.

Miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 9 fyrir Vaktaplan og kl. 10 fyrir aðra. Námskeiði lýkur kl. 11:30

16.000 kr.

Sérnámskeið

Hægt er að panta hjá okkur sérnámskeið fyrir hóp- og/eða kerfisstjóra innan fyrirtækis, þar sem námskeið er aðlagað að ykkar þörfum og unnið í samráði við starfsmannasvið. Hafðu samband í síma 5 100 600 eða sendu okkur póst á timon@trackwell.com fyrir nánari upplýsingar um sérnámskeið.

 

Skráning á námskeið

Veldu námskeið:

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by