fbpx

Tímaskráning

Við þekkjum aðstæður íslenskra fyrirtækja

Eldmóður okkar byggist á því að auðvelda viðskiptavinum okkar dagleg störf. Sem fagfólk í tímaskráningu og rekstri finnum við lausn fyrir þig.

Innan okkar hóps er fólk með mikla og fjölbreytta reynslu, við skiljum vandamálin og hugsum í lausnum.

Aðgengileg
Tíma­skráning

„Oft eru fyrirtæki í framleiðslu að vinna eftir nokkuð margslungnum kjarasamningareglum og nýta sér þá gjarnan möguleikann á að láta Tímon reikna bónus- og álagsgreiðslur auk fatapeninga svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðaraðhald er mikilvægt og yfirvinnu er haldið í lágmarki með hjálp Tímon. Auðvelt er að hafa yfirsýn þótt starfsstöðvar séu á fleiri en einum stað og einfalt er að sjá hverjir eru mættir til vinnu."   LESA MEIRA...

Ólöf, Tímon ráðgjafi og tækniséní

Skýrt
utan­umhald

„Það sem skiptir mestu máli er gott yfirlit yfir viðveru og fjarvistir. Að vera með kerfi sem styður m.a. við sveigjanlegan vinnutíma, veitir yfirsýn yfir tímanotkun og gerir starfsfólki kleift að sjá eigin orlofsstöðu í rauntíma. Skýrt utanumhald í tímaskráningu eykur til muna yfirsýn og sparar tíma. Hér höfum við mikla reynslu, við þekkjum þetta.“   LESA MEIRA...

Þórunn, sviðsstjóri Tímon og reynslubolti

Auðveldari
Yfirsýn

„Hröð starfsmannavelta, mikið utanumhald um vaktir og dreifð starfsemi einkenna rekstur verslana. Hér skiptir miklu að hafa góða yfirsýn yfir launakostnað. Tímaskráningar og skilvirkt upplýsingaflæði gera flókna hluti einfalda. Hér liggur okkar sérfræðiþekking, að auðvelda þér daglegan rekstur.“   LESA MEIRA...

Fanney, viðskiptastjóri Tímon og tölfræðiunnandi

TÍMASKRÁNING

Með Tímon tímaskráningu er haldið utan um skráningar og fjarvistir starfsmanna, ásamt því að reikna út heildarnýtingu vinnutímans. Hægt er að sjá mætingar í rauntíma.

VIÐVERA

Með Tímon viðveru er haldið utan um viðveru starfsmanna, móttaka eða símsvörun getur á augabragði séð hverjir eru viðlátnir, hvenær aðrir eru væntanlegir og allar fjarvistir starfsmanna.

VERKSKRÁNING

,Með Tímon verkskráningu er hægt að skrá tíma á verk, t.d. úr snjallsíma og halda þannig utan um tíma unnin á mismunandi verk í rauntíma. Hægt er að reikna kostnað á verk á einfaldan hátt.

VAKTAPLAN

Með Tímon Vaktaplani er hægt að skipuleggja vaktir starfsmanna á einfaldan hátt og halda kostnaði í lágmarki með betri nýtingu á og færri yfirvinnutímum. 

Sjáðu hvað Tímon getur gert fyrir þig

Tímon er fjölhæft kerfi sem getur aðlagað sig að fjölbreyttum aðstæðum atvinnlífsins. Tímon er þarfaþjónn við allar íslenskar aðstæður þar sem mannauður er til staðar. 

Atvinnugreinar

Hér eru dæmi um nokkrar atvinnugreinar og hvernig þær nýta sér Tímon.

Þjónusta

Þjónustufyrirtæki nýta sér skráningu á verkum og viðveru. Þar er mikið um blandaðar lausnir, starfsfólk á föstum mánaðarlaunum þar sem viðvera og fjarvistarskráning eru lykilatriði. Aðrir eru með hóp verktaka á tímakaupi og umsýslu vaktavinnu.

Verslun

Tímon hentar verslunargeiranum sérstaklega vel, jafnt smærri verslunum sem stórum. Þar er þörf er á lausn sem er þægileg í notkun, uppfyllir VR kjarasamninga og sérkjarasamninga og styður við margar starfsstöðvar.

Hvað segir Tölvutek? Smelltu hér.

Ferðaþjónusta

Þegar mikil sveifla getur verið í starfsmannafjölda eftir árstíðum er nayðsynlegt að hafa góðri yfirsýn og geta brugðist við örum breytingum hratt og vel. Þau atriði sem ferðaþjónustan nýtir sér einkum er skipulag vakta og utanumhald um sveigjanlegan vinnutíma.

Verktakar

Verktakageirinn er tryggur hópur Tímon notenda og nýtir sér rauntímaskráningu á verk úr snjallsíma á verkstað hvar sem er. Þeim er mikilvægt að fylgjast vel með framlegð á verkum ásamt yfirvinnukostnaði. Vinnuskýrslur eru notaðar við útskuldun reikninga.

Sveitarfélög og stofnanir

Sveitarfélög eru öflugir Tímon notendur. Hér eru oft flóknir  og fjölbreyttir launaútreikningar. Þar reynir á vaktavinnu, útköll, hvíldarákvæði og frítökuréttindi, allt sem Tímon heldur utan um og léttir vinnu launadeildar sem og annarra deilda.

Fáðu kynningu og tilboð fyrir þitt fyrirtæki

UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA

Sumir eru ofurnákvæmir og í tilviki orlofsmála, svo ég taki dæmi, skiptir það mjög miklu máli. Okkar fólk fylgist vel með, vill fá sem réttastar skýrslur og að gögnin séu áreiðanleg – að skýrslurnar séu réttar, alltaf. Við þurfum að geta séð nákvæma útlistun hvað varðar veikindi og annað tengt starfsmönnum

Björg Jakobsdóttir

Launafulltrúi, Öryggismiðstöðin

Hvað varðar Tímon þá eru okkar menn sérstaklega sáttir við fleiri möguleika í tengslum við stimpilklukkuna. Núna geta þeir fylgst sjálfir með sínum tímum ef þeir hafa áhuga á því. Skráningarnar eru aðgengilegar hverjum og einum og ef þeir sjá eitthvað athugavert þá láta þeir strax vita. Það er mikil breyting frá því sem áður var. Hver og einn ber ábyrgð og getur fylgst með sínum skráningum, það verða til gögn sem gott er að fylgjast með. Rétt skal vera rétt.

Guðmundur Aðalsteinsson

Lagerstjóri, Bananar

Morgunráðstefna Tímon

Fimmtudaginn 16. nóvember buðum við Tímon notendum á morgunráðstefnu á Grand Hótel þar sem við sýndum ýmsar nýjungar og möguleika í kerfinu auk þess að kíkja saman inn í framtíðina á hvað Tímon ætlar sér þar. Dagurinn byrjaði með morgunverði og almennu spjalli og það...

Er stimpilklukka tímaskekkja?

Þórunn Sigfúsdóttir, yfirmaður Mannauðslausna Trackwell, settist niður með blaðamanni og svaraði ýmsum spurningum sem brenna á mannauðsstjórum og fleirum þessi misserin. "Tilgangur viðverukerfis getur verið svo miklu víðtækari en að mæla tímafjölda og reikna dagvinnu...

Mannauðsdagur og glaðningar

Mannauðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Hörpu þann 8. október síðastliðinn og Tímon var á staðnum að kynna sig og allar sínar nýjungar. Það var frábært hversu mörg stoppuðu að spjalla og einstaklega dýrmætt að fá tækifæri til að hitta viðskiptavini og aðra sem...

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by