Tímaskráning

Þjónusta

Við þekkjum aðstæður íslenskra fyrirtækja

Eldmóður okkar byggist á því að auðvelda viðskiptavinum okkar dagleg störf.  Sem fagmenn og reynsluboltar í tímaskráningu og fyrirtækjarekstri finnum við lausnir fyrir þig. Innan okkar hóps er fólk með mikla og fjölbreytta reynslu. Við erum forritarar, félagsfræðingar, handboltakempur, kennarar, launafulltrúar og þúsundþjalasmiðir, við skiljum vandamálin og tölum í lausnum. 

Okkur er ekki sama um okkar viðskiptavini og leggjum okkur alltaf fram um að leysa úr þeim áskorunum sem upp koma. 

Aðgengileg
Tíma­skráning

„Oft eru fyrirtæki í framleiðslu að vinna eftir nokkuð margslungnum kjarasamningareglum og nýta sér þá gjarnan möguleikann á að láta Tímon reikna bónus- og álagsgreiðslur auk fatapeninga svo eitthvað sé nefnt. Kostnaðaraðhald er mikilvægt og yfirvinnu er haldið í lágmarki með hjálp Tímon. Auðvelt er að hafa yfirsýn þótt starfsstöðvar séu á fleiri en einum stað og einfalt er að sjá hverjir eru mættir til vinnu."   LESA MEIRA...

Ólöf, Tímon ráðgjafi og tækniséní

Skýrt
utan­umhald

„Það sem skiptir mestu máli er gott yfirlit yfir viðveru og fjarvistir. Að vera með kerfi sem styður m.a. við sveigjanlegan vinnutíma, veitir yfirsýn yfir tímanotkun og gerir starfsfólki kleift að sjá eigin orlofsstöðu í rauntíma. Skýrt utanumhald í tímaskráningu eykur til muna yfirsýn og sparar tíma. Hér höfum við mikla reynslu, við þekkjum þetta.“   LESA MEIRA...

Þórunn, sviðsstjóri Tímon og reynslubolti

Auðveldari
Yfirsýn

„Hröð starfsmannavelta, mikið utanumhald um vaktir og dreifð starfsemi einkenna rekstur verslana. Hér skiptir miklu að hafa góða yfirsýn yfir launakostnað. Tímaskráningar og skilvirkt upplýsingaflæði gera flókna hluti einfalda. Hér liggur okkar sérfræðiþekking, að auðvelda þér daglegan rekstur.“   LESA MEIRA...

Fanney, viðskiptastjóri Tímon og tölfræðiunnandi

Vörur og lausnir

Gefðu þér tíma með Tímon

Með Tímon færð þú yfirsýn yfir mannauð fyrirtækisins. Tímon er jafnt stjórntæki sem hagnýt verkfærakista sem hentar öllum stærðum fyrirtækja.

VIÐVERUKERFI

Með Tímon viðveru er haldið utan um viðveru starfsmanna, móttaka eða símsvörun getur á augabragði séð hverjir eru viðlátnir, hvenær aðrir eru væntanlegir og allar fjarvistir starfsmanna.

TÍMASKRÁNINGARKERFI

Með Tímon tímaskráningu er haldið utan um skráningar og fjarvistir starfsmanna, ásamt því að reikna út heildarnýtingu vinnutímans. Hægt er að sjá mætingar í rauntíma.

VERKSKRÁNINGARKERFI

Með Tímon verkskráningu er hægt að skrá tíma á verk úr gsm síma og halda þannig utan um tíma unnin á mismunandi verk í rauntíma. Hægt er að reikna kostnað á verk á einfaldan hátt.

VAKTAPLAN

Með Tímon Vaktaplani er hægt að skipuleggja vaktir starfsmanna á einfaldan hátt og halda kostnaði í lágmarki með betri nýtingu á og færri yfirvinnutímum. 

Sjáðu hvað Tímon getur gert fyrir þig

Tímon er fjölhæft kerfi sem getur aðlagað sig að fjölbreyttum aðstæðum atvinnlífsins. Tímon er þarfaþjónn við allar íslenskar aðstæður þar sem mannauður er til staðar. Skoðaðu nánar hvað Tímon hefur fram að færa.

Notkun

Atvinnugreinar

Hér eru dæmi um nokkrar atvinnugreinar og hvernig þær nýta sér Tímon.

Þjónusta

Þjónustufyrirtæki nýta sér skráningu á verkum og viðveru. Þar er mikið um blandaðar lausnir, starfsfólk á föstum mánaðarlaunum þar sem viðvera og fjarvistarskráning eru lykilatriði. Aðrir eru með hóp verktaka á tímakaupi og umsýslu vaktavinnu.

Verslun

Tímon hentar verslunargeiranum sérstaklega vel, jafnt smærri verslunum sem stórum. Þar er þörf er á lausn sem er þægileg í notkun, uppfyllir VR kjarasamninga og sérkjarasamninga og styður við margar starfsstöðvar þar sem starfsmenn flakka gjarnan á milli.

Hvað segir Tölvutek? Smelltu hér.

Ferðaþjónusta

Þegar mikil sveifla getur verið í mannaforða eftir árstíðum er mikilvægt að halda góðri yfirsýn og geta brugðist við örum breytingum á einfaldan hátt. Þau atriði sem ferðaþjónustan nýtir sér einkum er skipulag vakta í vaktakerfi Tímon og utanumhald um sveigjanlegan vinnutíma starfsmanna.

Iðnaður

Verktakageirinn er tryggur hópur Tímon notenda og nýtir sér rauntímaskráningu á verk úr gsm símum á vinnustöðum hvar sem er. Þeim er mikilvægt að fylgjast vel með framlegð á verkum ásamt yfirvinnukostnaði. Vinnuskýrslur eru notaðar við útskuldun reikninga.

Sveitarfélög og stofnanir

Sveitarfélög eru öflugir Tímon notendur. Þau eru oft með flókna og fjölbreytta launaútreikninga og ólíka hópa starfsfólks. Þar reynir á vaktavinnu, útköll, hvíldarákvæði og frítökuréttindi, allt sem Tímon heldur utan um og léttir vinnu launadeildar sem og annarra deilda.

Fáðu kynningu og tilboð fyrir þitt fyrirtæki

UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA

Tímon auðveldar okkur launavinnsluna og gerir okkur kleift að styðja við margs konar útreikninga eftir ákvæðum kjarasamninga og réttindum. Með Tímon náum við að klára stóra vinnslu á tilsettum tíma og innlestur í launakerfi tryggir áreiðanleika gagna.

Karen Elín Kristjánsdóttir

Launa- og kjaraþróun, Eimskip

Ég hef notað Tímon í 12 ár og vildi alls ekki vera án þess. Tímon gefur mér bæði yfirsýn yfir verkin og nákvæmari tímaskriftir.

Kristján Aðalsteinsson

Litagleði

-Einfalt og virkar, við prófuðum flest önnur kerfi, innlend og erlend og enduðum í Tímon og erum sáttir þar

-Öll mál eru kláruð og það er gert með þægilegu viðmóti og þjónustulund skín í gegn.

-Einfaldleikinn, hjálpar alveg svakalega við vinnslu launa.

-Notendavænt. Þægilegt viðmót.

Ummæli viðskiptavina úr þjónustukönnun 2018

Viltu skipuleggja sumarfrí starfsfólks á einfaldan hátt?

Vorboðinn ljúfi, orlofsskráningar. Við vitum hversu mikilvægt er að hafa góða yfirsýn þegar kemur að orlofsmálum og hvetjum notendur til að nýta Fjarvistarbeiðnir, bæði fyrir sumarfrí og aðra orlofsdaga ársins. Fjarvistarbeiðnir í Tímon gera starfsfólki kleift að...

Vaktaplan – morgunverðarfundur

Við buðum notendum Tímon Vaktaplans í kaffi og bakkelsi í morgunsárið í tilefni af nýrri útgáfu kerfisins. Frábær mæting og góðar umræður. Við höfum undanfarið unnið að breytingum á Tímon Vaktaplani í góðu samstarfi við nokkra af viðskiptavinum okkar og er nýja...

Hafðu áhrif á Tímon

Kæri notandi, vilt þú hafa áhrif á þróun, hönnun og næstu skref í Tímon? Við viljum í samstarfi við ykkur, Tímon – notendur, gera kerfið enn betra og köllum því eftir hugmyndum að nýþróun og viðbótum. Komdu þinni skoðun á framfæri og hafðu áhrif með því að senda inn...

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by Trackwell logo