fbpx

Árangur og kostnaðaraðhald með Tímon

// Ferðaþjónusta

Þar sem mikil sveifla getur verið í fjölda starfsmanna eftir árstíðum er mikilvægt að hafa góðri yfirsýn og geta brugðist við örum breytingum á einfaldan hátt. Þau atriði sem ferðaþjónustan nýtir sér einkum er skipulag vakta í vaktakerfi Tímon og utanumhald um sveigjanlegan vinnutíma starfsmanna.

Tímon kemur til móts við ferðaþjónustuna á ýmsan hátt og hafa nýjungar sprottið fram sem styðja vel við þarfir hennar. Dæmi um lausnir sem ferðaþjónustan hefur nýtt sér eru meðal annars að leiðsögumenn geta stimplað sig á ákveðna ferð og Tímon sér um allan útreikning samkvæmt kjarasamningi Félags leiðsögumanna.

Nota lausnir:
Tímaskráning, Viðvera og Vaktaplan

Dæmi um viðskiptavini:
Center Hotels, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og Eskimo Travel

 

 

 • Vaktaplan
 • Mönnun vakta með tilliti til bókunar
 • Hentar vel fyrir dreifða starfssemi
 • Kjarasamningar, tímakaupsútreikningar
 • Mikil starfsmannavelta

// Þjónusta

Fyrirtæki sem eru í þjónustugeiranum eru að nýta sér skráningu á verk og viðveru. Þar er mikið um blandaðar lausnir, starfsfólk á föstum mánaðarlaunum þar sem viðvera og fjarveruskráning eru lykilatriði. Aðrir eru með hóp verktaka á tímakaupi og umsýslu vaktavinnu. Tímon er sveigjanlegt og styður á auðveldan hátt við mismunandi þarfir.

Nota lausnir:
Viðveru, Tímaskráning, Verkskráning, Vaktaplan, Mötuneyti

Dæmi um viðskiptavini:
Sýn, Eimskip og Félagsstofnun Stúdenta.

 

 

 • Fylgjast með viðveru og fjarveru.
 • Skipuleggja orlof starfsfólks.
 • Skrá þjónustubeiðnir frá viðskiptavinum eða innanhúss.
 • Tól fyrir mannauðsstjóra til að fylgjast með þróun veikinda, veikindarétt, orlofsréttindi og starfsmannaveltu.
 • Úttektir starfsfólks beint til launa.

// Sveitarfélög / Stofnanir

Sveitarfélög eru öflugir Tímon notendur. Þau eru með mikið flækjustig launaútreikninga og ólíka hópa starfsfólks. Þar reynir á vaktavinnu, vaktahvata, útköll, hvíldarákvæði og frítökuréttindi, allt sem Tímon heldur utan um og léttir vinnu launadeildar. Gott samstarf hefur leitt af sér endurbætur í lausninni sem hentar sveitarfélögum mjög vel.

Nota lausnir:
Tímaskráning, Vaktaplan, Viðvera

Dæmi um viðskiptavini:
Seltjarnarnes, Hveragerði, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit

 

 

 • Keyra til launa
 • Skipuleggja vaktir
 • Keyra inn vinnuramma kennara, forfallakennsla
 • Hvíldarútreikningar, frítaka, álagsútreikningar
 • Vaktahvati
 • Mikið um hlutastörf og utanumhald þessa
 • Starfsmenn í tveimur störfum

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by