fbpx

Mannauðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Hörpu þann 8. október síðastliðinn og Tímon var á staðnum að kynna sig og allar sínar nýjungar. Það var frábært hversu mörg stoppuðu að spjalla og einstaklega dýrmætt að fá tækifæri til að hitta viðskiptavini og aðra sem starfa í mannauðsmálum.
Við skelltum í smá leik þar sem þátttakendur gátu unnið morgunverðarkörfu fyrir vinnustaðinn og drógum svo út fjóra vinningshafa. Vinningshafar á höfuðborgarsvæðinu fengu okkur í heimsókn síðasta föstudag þar sem við mættum með fullar hendur matar og vonum að þeim hafi líkað glaðningurinn.

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by