fbpx

Fimmtudaginn 16. nóvember buðum við Tímon notendum á morgunráðstefnu á Grand Hótel þar sem við sýndum ýmsar nýjungar og möguleika í kerfinu auk þess að kíkja saman inn í framtíðina á hvað Tímon ætlar sér þar.

Dagurinn byrjaði með morgunverði og almennu spjalli og það var ómetanlegt að fá tækifæri til að ræða við viðskiptavini okkar sem hafa svo sannarlega hjálpað til við þróun á Tímon undanfarin ár, án þeirra endurgjafar væri Tímon ekki á þeim frábæra stað sem kerfið er í dag.

Dagskráin var þétt og okkur til halds og traust voru Stefán Gunnar frá Expectus og Edda Björgvins. Stefán Gunnar kynnti hvernig viðskiptavinir okkar hafa með hjálp Expectus tekið gögn út úr Tímon til að samþætta við önnur kerfi eða til að sýna þau á öðrum vettvangi. Eddu þekkja líklega öll en hún fór yfir mikilvægi þess að nýta húmor í hversdeginum, hvort sem er í vinnu eða einkalífi og gerði hún það svo vel að salurinn bókstaflega grét af hlátri.

Við þökkum öllum þeim sem komu eða horfðu á streymið kærlega fyrir þátttökuna og hlökkum til að endurtaka leikinn síðar.

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by