Fáðu yfirsýn Tímon
// Tímaskráningarkerfi
Með Tímon tímaskráningakerfi er haldið utan um skráningar og fjarvistir starfsmanna, ásamt því að reikna út heildarnýtingu vinnutímans. Hægt er að sjá í rauntíma mætingar, fjarvistir, og í hvað launakostnaður stefnir. Tímon er einnig mikilvæg upplýsingagjöf fyrir starfsfólk til að fylgjast með eigin mætingu og orlofsstöðu og býður upp á samskiptaleið við yfirmenn. Tímon er aðgengilegt fyrir alla á vefnum og þarfnast því ekki uppsetningar.
Einfaldar launavinnslu
Tímon styður við helstu kjara- og sérkjarasamninga og veitir stuðning við launafulltrúa við launaútreikning. Tímon tengist öllum helstu launakerfum og eykur áreiðanleika í gagnavinnslu.
Eiginleikar
- Tímaskráning í rauntíma úr síma, snjallsíma, vef, spjaldtölvu eða fingrafaraskanna
- Hægt er að vista staðsetningu stimplunar í gegnum snjallsíma
- Notendaaðgangur er aðgangstýrður
- Tengingar við öll helstu launa- og viðskiptakerfi í boði.
- Utanumhald veikinda, orlofs og annarra fjarvista
- Fjölmargar skýrslur og tenging við gagnabrautir
Ávinningur
- Yfirsýn yfir nýtingu mannauðs
- Útreikningur skráninga samkvæmt öllum helstu kjarasamningum
- Veitir aðhald og tryggir gagnsæi
- Upplýsingagjöf til starfsmanna
- Stjórnendur fylgjast með veikindarétti, orlofsstöðu, starfsmannaveltu, stöðugildum
- Yfirmenn sjá daglega hvert launakostnaður stefnir
- Stjórntæki
- Viðhald kjarasamninga auðvelt
Skráningamöguleikar
- Stimpilklukka
- Sími
- Snjallsími með möguleika á GPS staðsetningu á stimplun
- Spjaldtölva
- Tölva
- Tækjastika
- Starfsmannakort
- Fingrafaralesari
// VIÐVERUKERFI
Með Tímon Viðveru er haldið utan um viðveru starfsmanna í rauntíma og móttaka eða símsvörun getur á augabragði séð hverjir eru við, hvenær aðrir eru væntanlegir og allar fjarvistir starfsmanna. Hentar meðal annars vel fyrir vinnustaði í skrifstofuumhverfi og dreifðu starfsumhverfi.
Tímon Viðvera veitir einnig starfsfólki upplýsingar um aðra samstarfsmenn, hvort þeir séu á staðnum, ásamt almennum starfsmannaupplýsingum. Hægt er að tengja Viðveru við Outlook dagatal og birta þaðan upplýsingar um fundarbókanir.
Eiginleikar
- Yfirlit yfir viðveru starfsfólks
- Skráning fjarvista frá vef, síma, tækjastiku
- Viðverusaga og skýrslur
- Tenging við Outlook Calender
- Starfsmannaupplýsingar aðgengilegar
Ávinningur
- Veitir yfirsýn yfir hvar starfsfólk þitt er
- Hægt að koma skilaboðum áleiðis
- Hentugt fyrir dreifða starfssemi fyrirtækis.
- Aðgangsstýring fyrir símsvörun, til dæmis utanaðkomandi þjónusta.
// Verkskráningarkerfi
Með Tímon Verkskráningu er hægt að skrá tíma á verk úr gsm síma og halda þannig utan um tíma unnin á mismunandi verk í rauntíma. Hægt er að reikna kostnað á verk á einfaldan hátt. Kerfið hentar vel verktakafyrirtækjum sem eru með dreifðar starfsstöðvar. Hægt er að útbúa reikninga beint út úr kerfinu eða taka út gögn í önnur verk- og bókhaldskerfi.
Einnig er hægt að verkskrá tíma í verkbókhald gegnum vefviðmót eða frá tækjastiku og halda utan um útskuldaða tíma starfsmanna. Hentar vel þjónustufyrirtækjum eins og verkfræði- og lögmannsstofum sem halda utan um tíma og verk.
Eiginleikar
- Stimplun á verk í rauntíma
- Verkbókhald starfsmanna
- Reikna út kostnað verka, bæði útskulduð og innanhúss
- Tenging við verkbókhaldskerfi og reikningakerfi
Ávinningur
- Einfalt að fylgjast með framlegð verka
- Réttari skráning í rauntíma
- Skýrslur í Excel, og sem viðhengi reikninga
Skráningamöguleikar
- Úr síma
- Úr spjaldtölvu eða snjallsíma
- Úr tölvu
// Vaktaskráningarkerfi
Með Tímon Vaktaplani er eintalt að skipuleggja vaktir, breyttu eða færðu vaktir eða vaktarúllur. Þú getur séð hversu vel vaktirnar fylla upp í vinnuskyldu starfsmannsins svo þær fari ekki yfir, og lágmarkar þannig yfirvinnustundir í fyrirtækinu. Þegar búið er að gera forsnið að vakt er mögulegt að setja staðsetningu á vaktina, auk þess er hægt að setja nánari lýsingu sem skilar sér til starfsmannsins. Starfsmenn hafa aðgang að vaktaplani í gegnum snjallsímavef Tímon og geta þannig nálgast vaktaplanið hvar sem, hvenær sem er.
Eiginleikar
- Skráning vaktaáætlunar
- Fylgjast með kostnaði við vaktir starfsmanna
- Starfsmenn hafa aðgang að eigin vaktaáætlun
Ávinningur
- Einfaldar utanumhald vaktaskipulags
- Hámarka nýtingu vinnutíma
- Boðið sveigjanlegan vinnutíma
- Skipuleggja vaktir eftir óskum starfsmanna, svo uppfylli vinnuskyldu og lágmarki launakostnað
// Mötuneyti
Tímon mötuneyti hentar vel fyrir stór og smá fyrirtæki. Úttektir í mötuneytiskerfinu færast beint í launaskýrslu viðkomandi starfsmanns sem auðveldar allt utanumhald varðandi úttektir, hvort heldur er í mötuneyti eða starfsmannasjoppunni. Starfsmenn geta fylgst með eigin úttektum með því að skoða sínar skýrslur. Einnig hentugt fyrir starfsmannafélög fyrir ýmsar úttektir starfsmanna.
Eiginleikar
- Heldur utan um úttektir starfsmanna
- Úttektir birtast á tímaskýrslu starfsmanna
- Úttektir dragast beint af launum
- Skýrslur fyrir birgja ásamt séraðgangi
- Aðgangur til að stofna vörur og verð
Skráningamöguleikar
- Úr tölvu
- Úr spjaldtölvu
- Með starfsmannalesara, og strikamerkjun