fbpx

Fáðu yfirsýn Tímon

// Tímaskráningarkerfi

Með Tímon tímaskráningakerfi er haldið utan um skráningar og fjarveru starfsfólks, ásamt því að reikna út heildarnýtingu vinnutímans. Hægt er að sjá í rauntíma mætingar, fjarveru, og í hvað launakostnaður stefnir. Tímon er einnig mikilvæg upplýsingagjöf fyrir starfsfólk til að fylgjast með eigin mætingu og orlofsstöðu og býður upp á samskiptaleið við yfirmenn. Tímon er aðgengilegt fyrir alla á vefnum og þarfnast því ekki uppsetningar.

Einfaldar launavinnslu

Tímon getur stutt við helstu kjara- og sérkjarasamninga og veitir stuðning við launafulltrúa við launaútreikning. Tímon tengist öllum helstu launakerfum og eykur áreiðanleika í gagnavinnslu.

Eiginleikar
  • Tímaskráning í rauntíma úr síma, snjallsíma, vef, spjaldtölvu eða fingrafaraskanna
  • Hægt er að vista staðsetningu stimplunar í gegnum snjallsíma
  • Notendaaðgangur er aðgangstýrður
  • Tengingar við öll helstu launa- og viðskiptakerfi í boði.
  • Utanumhald veikinda, orlofs og annarrar fjarveru.
  • Fjölmargar skýrslur og tenging við gagnabrautir
Ávinningur
  • Yfirsýn yfir nýtingu mannauðs
  • Útreikningur skráninga getur verið samkvæmt öllum helstu kjarasamningum
  • Veitir aðhald og tryggir gagnsæi
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks
  • Stjórnendur fylgjast með veikindarétti, orlofsstöðu, starfsmannaveltu, stöðugildum
  • Yfirmenn sjá daglega hvert launakostnaður stefnir
  • Stjórntæki
  • Viðhald kjarasamninga auðvelt
Skráningamöguleikar
  • Stimpilklukka
  • Sími
  • App með möguleika á GPS staðsetningu á stimplun
  • Spjaldtölva
  • Tölva
  • Tækjastika
  • Starfsmannakort
  • Fingrafaralesari

// Fjarveruskráning

Með Tímon Fjarveruskráningu er hægt að halda utan um alla fjarveru starfsfólks, svo sem orlof, veikindi og veikindi barna, án þess þó að starfsfólk stimpli sig inn og út allra jafna. Starfsfólk getur jafnvel haft heimild til að skrá fjarveru sjálft og/eða sótt um t.d. frí í gegnum Fjarvistarbeiðni í Tímon. Með fjarveruskráningu er hægt að fylgjast með orlofsnýtingu og orlofsstöðu starfsfólks, fá skýrslur yfir veikindi og ýmislegt annað sem gott er að hafa yfirsýn yfir. 

Eiginleikar
  • Fjarveruskráning í rauntíma úr snjallsíma eða af vef.
  • Notendaaðgangur er aðgangstýrður
  • Tengingar við öll helstu launa- og viðskiptakerfi í boði.
  • Utanumhald veikinda, orlofs og annarrar fjarveru.
  • Fjölmargar skýrslur og tenging við gagnabrautir
Ávinningur
  • Yfirsýn yfir nýtingu mannauðs
  • Útreikningur skráninga samkvæmt öllum helstu kjarasamningum
  • Veitir aðhald og tryggir gagnsæi
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks
  • Stjórnendur fylgjast með veikindarétti, orlofsstöðu, starfsmannaveltu, stöðugildum

    // VIÐVERUKERFI

    Með Tímon Viðveru er haldið utan um viðveru starfsfólks í rauntíma og móttaka eða símsvörun getur á augabragði séð hver eru við og hver ekki, hvenær fólk er væntanlegt og alla fjarveru starfsfólks. Hentar meðal annars vel fyrir vinnustaði í skrifstofuumhverfi og dreifðu starfsumhverfi.

    Tímon Viðvera veitir einnig starfsfólki upplýsingar um samstarfsfólk, hvort það sé á staðnum, ásamt almennum starfsmannaupplýsingum. Hægt er að tengja Viðveru við Outlook dagatal og birta þaðan upplýsingar um fundarbókanir.

    Eiginleikar
    • Yfirlit yfir viðveru starfsfólks
    • Skráning fjarveru frá vef, síma, tækjastiku
    • Viðverusaga og skýrslur
    • Tenging við Outlook Calender
    • Starfsmannaupplýsingar aðgengilegar
    Ávinningur
    • Veitir yfirsýn yfir hvar starfsfólk þitt er, er einhver að vinna heima eða veikur?
    • Hægt að koma skilaboðum áleiðis
    • Hentugt fyrir dreifða starfssemi fyrirtækis.
    • Aðgangsstýring fyrir símsvörun, til dæmis utanaðkomandi þjónusta.

    // Verkskráningarkerfi

    Með Tímon Verkskráningu er hægt að skrá tíma á verk úr gsm síma og halda þannig utan um tíma unnin á mismunandi verk í rauntíma. Hægt er að reikna kostnað á verk á einfaldan hátt. Kerfið hentar vel verktakafyrirtækjum sem eru með dreifðar starfsstöðvar. Hægt er að taka út verkskýrslur úr kerfinu eða senda gögn í önnur verk- og bókhaldskerfi.

    Einnig er hægt að verkskrá tíma í verkbókhald gegnum vefviðmót eða frá tækjastiku og halda utan um útskuldaða tíma starfsfólks. Hentar vel þjónustufyrirtækjum eins og verkfræði- og lögmannsstofum sem halda utan um tíma og verk.

    Eiginleikar
    • Stimplun á verk í rauntíma
    • Verkbókhald starfsfólks
    • Reikna út kostnað verka, bæði útskulduð og innanhúss
    • Tenging við verkbókhaldskerfi og reikningakerfi
    Ávinningur
    • Einfalt að fylgjast með framlegð verka
    • Réttari skráning í rauntíma
    • Skýrslur í Excel, og sem viðhengi reikninga
    • Minni tími fer í utanumhald
    Skráningamöguleikar
    • Úr síma
    • Úr spjaldtölvu
    • Úr appi
    • Úr tölvu

    // Vaktaskráningarkerfi

    Með Tímon Vaktaplani er einfalt að skipuleggja vaktir, breyta eða færa vaktir eða vaktarúllur. Þú getur séð hversu vel vaktirnar fylla upp í vinnuskyldu starfsmannsins svo þær fari ekki yfir, og lágmarkar þannig yfirvinnustundir í fyrirtækinu.  Þegar búið er að gera forsnið að vakt er mögulegt að setja staðsetningu á vaktina, auk þess er hægt að setja nánari lýsingu sem skilar sér til starfsmannsins. Starfsfólk hefur aðgang að vaktaplani í gegnum Tímon appið og getur þannig nálgast vaktaplanið hvar sem, hvenær sem er.

    Eiginleikar
    • Skráning vaktaáætlunar
    • Fylgjast með kostnaði við vaktir starfsmanna
    • Starfsmenn hafa aðgang að eigin vaktaáætlun
    Ávinningur
    • Einfaldar utanumhald vaktaskipulags
    • Hámarka nýtingu vinnutíma
    • Boðið sveigjanlegan vinnutíma
    • Skipuleggja vaktir eftir óskum starfsmanna, svo uppfylli vinnuskyldu og lágmarki launakostnað

    // Mötuneyti

    Tímon mötuneyti hentar vel fyrir stór og smá fyrirtæki. Úttektir í mötuneytiskerfinu færast beint í launaskýrslu viðkomandi starfsmanns sem auðveldar allt utanumhald varðandi úttektir, hvort heldur er í mötuneyti eða starfsmannasjoppunni. Starfsfólk getur fylgst með eigin úttektum með því að skoða sínar skýrslur. Einnig hentugt fyrir starfsmannafélög fyrir ýmsar úttektir starfsfólks.

    Eiginleikar
    • Heldur utan um úttektir starfsmanna
    • Úttektir birtast á tímaskýrslu starfsmanna
    • Úttektir dragast beint af launum
    • Skýrslur fyrir birgja ásamt séraðgangi
    • Aðgangur til að stofna vörur og verð
    Skráningamöguleikar
    • Úr tölvu
    • Úr spjaldtölvu
    • Með starfsmannalesara, og strikamerkjun

    +354 5100 600

    Laugavegi 178
    105 Reykjavík, Iceland

    Product by