fbpx

Vorboðinn ljúfi, orlofsskráningar. 

Við vitum hversu mikilvægt er að hafa góða yfirsýn þegar kemur að orlofsmálum og hvetjum notendur til að nýta Fjarvistarbeiðnir, bæði fyrir sumarfrí og aðra orlofsdaga ársins. Fjarvistarbeiðnir í Tímon gera starfsfólki kleift að sækja um sumarfrísdagana sína beint innan úr kerfinu, yfirmenn fara svo yfir beiðnina og samþykkja eða hafna eftir því sem við á. Þannig er mögulegt að sjá óskir starfsmanna í samhengi, hvort mönnun sé næg eða hvort eitthvað þurfi að hliðra til. Um leið og beiðnin er samþykkt er hún orðin að stimplun í Tímon og sést þar af leiðandi á Tímaskýrslu starfsmanns.

Allt aðgengilegt á einum stað, sparar bæði tíma og fyrirhöfn. 

 

Hvernig er ferlið?

Fyrir starfsmanninn:

Farið er á Mín síða.

Smellt á Ný fjarvistarbeiðni

Frá og Til dagsetningar valdar auk tímasetningar (oftast 08:00-16:00).

Tegund fjarvistar valin.

Hægt er að setja athugasemd eða skýringu.

Umsjónaraðili er valinn, sá sem á að fá beiðnina og samþykkir hana.

Smellt á Vista

Þegar umsjónaraðili hefur samþykkt eða hafnað beiðninni fær starfsmaðurinn tilkynningu í tölvupósti.

Fyrir yfirmanninn:

 Umsjónaraðilinn fær tölvupóst og getur farið inn í Tímon til að meðhönda beiðnina undir Mín síða.

Þar er smellt á beiðnina valið að Samþykkja eða Hafna eftir hentugleika. Ef smellt er á Hafna er hægt að skrifa skilaboð sem berast í tölvupósti til starfsmannsins. Ef þið haldið utan um orlofsmálin í Tímon er hægt að sjá hvort orlofsinneign sé næg áður en beiðnin er samþykkt.

Áður en beiðnin er samþykkt/hafnað er hægt að fara inn í Fjarvistaryfirlit og sjá þar stöðuna á fjarvistum í fyrirtækinu/hópnum. Hægt er að fara þangað í gegnum flipann Skýrslur en einnig er flýtileiðin Skrá fjarvistir undir flipanum Starfsmenn.

Ósamþykktar beiðnir eru aðgreindar frá öðrum með hvítri línu.

 

Hafðu endilega samband við okkur, ef við getum eitthvað aðstoðað, s: 5100 600 – timon@timon.is 

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by