fbpx

Tölvutek hefur notað Tímon í um 4 ár. Við hittum fjármálastjórann Sigríði Höllu Olavsdóttur og spurðum hana um kerfið og reynslu Tölvuteks af Tímon.

Hver var mesta breytingin fyrir þig við að færa tímaskráningar úr Excel yfir í Tímon?
„Þetta var mikil breyting. Við erum búin prófa eitt og annað, til dæmis að nota Excel og einnig önnur tímaskráningarkerfi sem unnu ekki almennilega eftir t.d. reglum VR. Þetta var mjög mikil handavinna. Við tókum upp Tímon fyrir nokkrum árum og virkjuðum tenginguna við launakerfið sem við notum. Þetta er allt annað, mjög mikill tímasparnaður.“

Hvað hefur breyst eftir að þið tókuð Tímon í notkun?
„Handavinnan hefur minnkað til muna og yfirsýnin er mikið betri. Ég hef það fyrir reglu að taka stikkprufur til öryggis þar sem við erum með nokkrar mismunandi reiknireglur en ef eitthvað kemur upp þá er það lagfært. Þetta er léttara, meiri yfirsýn og öll dagleg vinnsla tekur styttri tíma. Það skiptir líka miklu máli að ef eitthvað kemur upp þá er bara lagfært og brugðist hratt og vel við. Hjá okkur er mikið að gera, mikill hraði og við verðum að vera með kerfi sem virkar vel, það er ekki tími fyrir neitt vesen.“

Hvað er mikilvægast fyrir þig?
„Að allt stemmi, að ég geti treyst því að kerfið virki og það er nákvæmlega það sem það gerir.“

Er Tímon kerfi fyrir þitt fyrirtæki?  „Við sáum fram á að geta sparað mikla vinnu“, smelltu hér til að sjá hvað Daníel rekstrarstjóri Tölvuteks hafði að segja um kerfið.

Getum við aðstoðað? Heyrðu í okkur, í síma 5100 600 eða sendu okkur fyrirspurn.

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by