fbpx

Guðmundur Aðalsteinsson lagerstjóri Banana ehf. tók á móti okkur einn góðviðrisdag í apríl. Það var líf og fjör í húsnæði fyrirtækisins, enda mikilvægt að allt gangi hratt fyrir sig. Bananar ehf. nota bæði Tímon og Flota í sinni starfsemi.

Í dag er Bananar ehf. stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti. Bananar ehf. er um 70 manna vinnustaður og hafa flestir landsmenn gætt sér á ávöxtum frá þeim, en fyrirtækið þjónustar meðal annars Bónus og Hagkaup.

Hvað notar þú mest?

Í Tímon eru það tímaskráningarskýrslurnar, en við notum Tímon og Flota á hverjum degi og þau virka vel. Reynsla okkar er góð af báðum kerfum.

Hvernig gekk innleiðingin?  

Hún gekk vel á báðum kerfum. Hvað varðar Tímon þá eru okkar menn sérstaklega sáttir við fleiri möguleika í tengslum við stimpilklukkuna. Núna geta þeir fylgst sjálfir með sínum tímum ef þeir hafa áhuga á því. Skráningarnar eru aðgengilegar hverjum og einum og ef þeir sjá eitthvað athugavert þá láta þeir strax vita.

Það er mikil breyting frá því sem áður var. Hver og einn ber ábyrgð og getur fylgst með sínum skráningum, það verða til gögn sem gott er að fylgjast með. Rétt skal vera rétt.

Hvað með þjónustuna, hvernig er hún?

Hún er góð, þetta hefur gengið mjög vel. Við höfum fengið þá þjónustu sem við höfum þurft á að halda og samskiptin eru góð, ekkert vesen þar.

Hafið þið orðið vör við aukna hagræðingu?

Já, tvímælalaust. Þetta er líka mikið aðhald. Þetta er sýnileiki, okkar menn vita að við tökum til dæmis út stoppskýrslur. Það er allt uppi á borðum, hér eiga allir að sinna því sem þeir eiga að vera að sinna.  

Hafið þið nýtt ykkur námskeið eða kennslu?

Ekki nóg, við vitum að við getum notað kerfið meira og að fleiri atriði gætu verið sjálfvirk. Eins og til dæmis að loka stimplunum sjálfvirkt, það léttir á vinnunni þegar tímabilinu er lokið.

Mælir þú með kerfunum?

Já, alveg hiklaust. Einfalt í notkun og öll eftirfylgni er miklu betri en við höfum áður kynnst, bæði hvað varðar okkur sem fyrirtæki og okkur sem starfsmenn.

Hvernig er hefðbundinn dagur hjá ykkur?

Dagurinn byrjar um kl. 6:00 þegar fyrstu starfsmenn mæta í hús. Þá er strax byrjað að keyra út til þeirra staða og verslana sem búið er að opna. Við keyrum eftir tímasetningum, það skiptir öllu máli. Dæmi um það eru veitingastaðir, þar verður allt hráefni að vera komið á réttum tíma og í góðum gæðum þegar matreiðslufólkið mætir og byrjar á sinni vinnu. Ferskt hráefni er viðkvæm vara og hér verða gæðin að vera í lagi.

Eru ekki heilmikil fræði á bak við góða og rétt þroskaða banana?

Jú, heldur betur, við erum til dæmis með klefa til að þroska banana. Það eru heilmikil fræði á bak við banana, að þeir þroskist á réttum hraða og séu akkúrat á réttu stigi þegar fólk kaupir sér nokkra úti í búð. Stundum þarf að hraða þroskanum eða hægja á honum.

Hér er mjög mikið gæðaeftirlit, enda er það nauðsynlegt þegar um svona viðkvæma og verðmæta vöru er að ræða. Við pössum upp á gæðin alls staðar í ferlinu.

Viltu vita meira um Tímon eða Flota, þá er Fanney konan til að heyra í, sendu henni línu á, fanney@timon.is eða smelltu hér til að senda fyrirspurn.

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by