Gefðu þér tíma með Tímon
Ókeypis örnámskeið
Kennsla á nýju tímaskýrsluna
*English below*
Við bjóðum upp á námskeið í tímaskýrslunni í janúar.
Námskeiðin er gjaldfrjáls fjarnámskeið.
Námskeiðin eru ætluð þeim sem fara yfir tímaskráningar annarra.
Það námskeið sem einnig er tileinkað verkskráningum í tímaskýrslu hentar öllum fyrstu 30 mín, þau sem þurfa ekki kennslu í verkskráningum geta yfirgefið námskeiðið þegar 30 mín eru liðnar.
Við bjóðum upp nokkrar tímasetningar, á íslensku og ensku:
Íslenska:
Miðvikudaginn 7. janúar kl. 09:00-09:30
Fimmtudaginn 8. janúar kl.13:00-13:45, síðustu 15 mín. verða tileinkaðar verkskráningum.
Enska:
Fimmtudaginn 8. janúar kl. 09:00-09:30
Skráning fer fram í forminu hér fyrir neðan.
English version
We will be offering free courses for the timesheet in December and January. The course is suitable for users who review other employees timesheets.
Courses in English
Thursday, 8th of January at 09:00-09:30
Courses in Icelandic
Wednesday, 7th of January at 09:00-09:30
Thursday, 8th of January at 13:00-13:45, the last 15 min are dedicated to Task registrations
Please register below
Orlofsuppgjör
Við viljum benda á leiðbeiningar og myndbönd um orlof og orlofsuppgjör sem eru aðgengilegar í kerfinu (sjá spurningamerkið efst í hægra horninu inni í þínu Tímon kerfi).
Ef þið teljið þurfa frekari aðstoð með orlofsuppgjör er hægt að bóka ráðgjafafund:
Verð á klst: 23.600 kr.
Staðsetning: Laugavegur 178 eða fjarfundur ef hentar betur.
Á ráðgjafafundi um orlofsuppgjör fer fram einkakennsla og aðstoð við uppgjör orlofs.
Hægt er að velja um daga og tímasetningar í hlekknum hér fyrir neðan.
Uppgjör orlofs á vegum Tímon ráðgjafa:
Hægt er að óska eftir því að Tímon ráðgjafi taki að sér uppgjör orlofs fyrir fyrirtæki. Uppgjörið fer almennt eftir gögnum úr Tímon. Ef þarf að handreikna gögn utan kerfisins er það gert í samráði við viðskiptavin.
Kostnaður er að lágmarki 3 klst. í útseldri vinnu en fer eftir fjölda starfsfólks og flækjustigi hverju sinni.
Sendið tölvupóst á timon@timon.is til að óska eftir uppgjöri orlofs á vegum Tímon ráðgjafa.
Leiðbeiningar
Inni í Tímon kerfinu þínu getur þú nálgast ýmsar leiðbeiningar og kennslumyndbönd. Skráðu þig inn og ýttu á spurningarmerkið efst í hægra horninu.
Sérnámskeið
Hægt er að panta hjá okkur sérnámskeið fyrir hóp- og/eða kerfisstjóra innan fyrirtækis, þar sem námskeið er aðlagað að ykkar þörfum og unnið í samráði við starfsmannasvið. Hafðu samband í síma 5 100 600 eða sendu okkur póst á timon@timon.is fyrir nánari upplýsingar um sérnámskeið.
Hugmynd að námskeiði
Ertu með hugmynd að námskeiði sem þú telur að myndi nýtast fleirum? Endilega sendu okkur línu á timon@timon.is