fbpx

Eitt af mörgum verkefnum launagreiðenda er að halda utan um veikindarétt starfsfólks. Veikindaréttur getur verið mismunandi eftir stéttarfélögum, auk þess sem það getur tekið tíma að taka saman öll þau gögn sem þarf til að reikna hann út.

Tímon leysir þetta á einfaldan máta. Hægt er að skrá veikindarétt starfsfólks inn í kerfið og svo sér Tímon um að reikna hann út frá degi til dags.

Ef starfsfólk fer yfir veikindaréttinn sinn færir Tímon umframtíma sjálfkrafa yfir á annan skráningarlið.

Stjórnendur geta svo fengið tilkynningu í tölvupósti ef starfskraftur er búinn með veikindaréttinn sinn.

Að fylgjast með veikindaréttinum er ekki það eina sem þarf að hafa í huga þegar veikindi starfsfólks eru annars vegar. Ef veikindi eru tíð getur það bent til þess að einhver undirliggjandi vandamál séu til staðar.

Til að fylgjast með veikindum starfsfólks býður Tímon upp á útreikninga á Bradford-kvarða. Formúlan á bakvið Bradford-kvarðann er fjöldi skipta sem starfskraftur er veikur í öðru veldi og margfaldað með fjölda veikindadaga. Þannig fær starfskraftur sem er veikur í 10 skipti á einu ári, einn dag í senn, 1000 stig (102 x 10), en sá sem er veikur í 1 skipti í 10 daga í senn fær aðeins 10 stig (12 x 10).

Bradford-kvarðinn auðveldar stjórnendum að fylgjast með veikindum starfsfólks og grípa inn í ef þarf. Fyrirtæki geta búið sér til viðmið um hvað gera skuli þegar starfskraftur er kominn með ákveðið mörg stig. Aðgerðir sem gripið er til í slíkum tilvikum geta til dæmis verið starfsmannasamtal eða viðtal við trúnaðarlækni. Hægt er að láta Tímon senda tilkynningu til stjórnanda ef Bradford-kvarði starfskrafts fer yfir viðmiðið. 

 

+354 5100 600

Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Product by