Gefðu þér tíma með Tímon
Orlofsuppgjör
Við viljum benda á leiðbeiningar og myndbönd um orlof og orlofsuppgjör sem eru aðgengilegar í kerfinu (sjá spurningamerkið efst í hægra horninu inni í þínu Tímon kerfi).
Ef þið þurfið frekari leiðbeiningar eða aðstoð við orlofsuppgjör eru ýmsar leiðir í boði:
Orlofsnámskeið – fjarnámskeið
Val um tvær tímasetningar:
Mánudaginn 5. maí kl. 10-11
Þriðjudaginn 20. maí kl. 10-11
Verð: 15.000. kr.
Á fjarnámskeiðinu verður meðal annars farið yfir meðhöndlun á orlofi í Tímon, orlofsréttindi, útreikninga tengda orlofi og uppgjör starfsfólks við starfslok. Einnig verður farið í skýrsluna Uppgjör orlofsárs sem einfaldar alla meðhöndlun á stöðu starfsfólks við upphaf orlofsárs.
Vinnustofa – meðhöndlun orlofs og orlofsuppgjör
Val um tvær tímasetningar:
Þriðjudaginn 6. maí kl. 9-11
Fimmtudaginn 8. maí kl. 13-15
Verð: 23.600 kr.
Staðsetning: Laugavegur 178
Á vinnustofunni vinnur viðskiptavinur að orlofsuppgjöri og fær aðstoð eftir þörfum frá Tímon ráðgjafa á staðnum. Við mælum með því að skoða vel orlofsleiðbeiningarnar í spurningamerkinu efst í hægra horninu í Tímon áður en mætt er á vinnustofuna, svo vinnustofan nýtist sem best. Takmarkað sætaframboð.
Ráðgjafafundur– meðhöndlun orlofs og orlofsuppgjör
Verð á klst: 23.600 kr.
Staðsetning: Laugavegur 178 eða fjarfundur ef óskað er eftir.
Á ráðgjafafundi um orlofsuppgjör fer fram einkakennsla og aðstoð við uppgjör orlofs.
Hægt er að velja um daga og tímasetningar í hlekknum hér fyrir neðan.
Uppgjör orlofs á vegum Tímon ráðgjafa:
Hægt er að óska eftir því að Tímon ráðgjafi taki að sér uppgjör orlofs fyrir fyrirtæki. Uppgjörið fer almennt eftir gögnum úr Tímon. Ef þarf að handreikna gögn utan kerfisins er það gert í samráði við viðskiptavin.
Kostnaður er að lágmarki 3 klst. í útseldri vinnu en fer eftir fjölda starfsfólks og flækjustigi hverju sinni.
Sendið tölvupóst á timon@timon.is til að óska eftir uppgjöri orlofs á vegum Tímon ráðgjafa.
Leiðbeiningar
Inni í Tímon kerfinu þínu getur þú nálgast ýmsar leiðbeiningar og kennslumyndbönd. Skráðu þig inn og ýttu á spurningarmerkið efst í hægra horninu.
Sérnámskeið
Hægt er að panta hjá okkur sérnámskeið fyrir hóp- og/eða kerfisstjóra innan fyrirtækis, þar sem námskeið er aðlagað að ykkar þörfum og unnið í samráði við starfsmannasvið. Hafðu samband í síma 5 100 600 eða sendu okkur póst á timon@timon.is fyrir nánari upplýsingar um sérnámskeið.
Hugmynd að námskeiði
Ertu með hugmynd að námskeiði sem þú telur að myndi nýtast fleirum? Endilega sendu okkur línu á timon@timon.is