Tímon molar

Hér er safn af ýmsum fróðleik í notkun á Tímon.

Þínar vaktir í símann

Starfsmenn geta vistað vaktaplanið sitt í dagatali snjallsímans og fengið áminningu

Á Mín síða finnur þú Mínar vaktir og smellir þar á Flytja út. Þá hleðst niður ics skrá í símann. Til að opna skrána í Android síma þarftu fyrst að ná í smáforrit sem umbreytir ics skjali svo Android geti lesið það, t.d. iCal Import/Export. Ekki þarf slíkt forrit þegar um Iphone er að ræða

Gagnvirk orlofsskýrsla

orlof_2Nú geta kerfisstjórar meðhöndlað orlof í gagnvirkri orlofsskýrslu áður en lokun orlofsárs er framkvæmd. Í skýrslunni er hægt að leiðrétta eða breyta eftirstöðvum orlofs hjá hópi starfsmanna á einfaldan hátt ásamt því að framkvæma lokun orlofsárs. Í skýrslunni er einnig hægt að afturkalla lokun orlofsárs ef á þarf að halda. Skýrslan er aðgengileg undir kerfisumsjón og ber heitið Uppgjör orlofsárs. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um orlof í Orlofshandbók fyrir Tímon

Veistu hvað Mínir listar eru?

video6Auðvelt aðgengi að sérvöldum starfsmönnum. Með mínum listum er hægt að búa til sína eigin lista með starfsmönnum úr mismunandi hópum. Sjá sýnikennslu! Þannig er hægt að raða starfsmönnum eftir ákveðinni hæfni eða sérstök teymi og hægt að nálgast hópinn úr viðverukerfi, fjarvistaryfirliti eða við yfirferð skráninga.

Viltu bæta orlofsmeðhöndlun í Tímon?

Nú er öll vinna í kringum orlof og orlofsrétt einfaldari og auðveldari. Tímon getur nú haldið utan um orlofsrétt og áunnið orlof starfsmanna ásamt því að halda utan um eftirstöðvar orlofs frá fyrra tímabili. Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki í að virkja áunnið orlof og orlofsrétt starfsmanna.

Nú getur þú sótt tímaskýrslu með PDF

  • downloadVeldu tímaskýrslu starfsmanns
  • Smelltu á pdf hnappinn
  • Skoðaðu gögn
  • Prentaðu út eða sendu sem viðhengi

Ertu að nýta þér Lykilteljaraskýrsluna?

Auðvelt aðgengi að þínum lykiltölum. Skýrslan er alveg eins og Teljaraskýrslan nema að þú getur forvalið sjálfgefna teljara í vali. Sparar þér tíma og auðvelt er að breyta vali. Skýrslan veitir þér samtölur teljara fyrir hóp á tímabili. Bæði er hægt að leita eftir starfsmönnum skráða í valda hópa eða alla starfsmenn sem unnu fyrir hópa.

Vissir þú af öllum skráningarmöguleikum í Tímon?

  • computerÚr snjallsíma
  • Úr spjaldtölvu
  • Úr tölvu
  • Með starfsmannakorti
  • Af tækjastiku
  • Með fingrafaralesara

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Haustverkin í Tímon

Við vitum að það er komið haust þegar skólarnir byrja, laufin fara að falla og sumarstarfsmenn hætta einn af öðrum. Eitt af haustverkunum í Tímon er einmitt að fara yfir starfsmannalistann og setja sumarstarfsmennina í falda hópinn Hættir starfsmenn. Hér eru leiðbeiningar:  ... Lesa meira

Gleðilega sól

Ó, blessuð vertu sumarsól, mikið er gaman að sjá þig í Reykjavík. Við fengum fyrirspurn frá fyrirtæki sem ætlar að loka hjá sér eftir hádegi og gefa starfsmönnum frí. Þau vildu vita hvernig væri hægt að búa til stimplun á alla starfsmenn. Það er hægt með hópstimplun sem er að... Lesa meira