Námskeið á döfinni

Námskeið á döfinni

 

Kerfisstjóranámskeið Tímon

Námskeið ætlað launafulltrúum, starfsmannastjórum, framkvæmdastjórum og öðrum aðilum með Tímon kerfisstjóraréttindi.

Farið verður á markvissan hátt yfir alla helstu virkni kerfisins og stutt verkefni lögð fyrir.

Kerfisvirkni sem unnið verður í er stofnun hópa, fjarvistabeiðnir, stillingar stjórnendaborðs, öryggishópar og öryggi starfsmanna, mínir listar, orlofsuppgjör, reiknireglur o.fl. Einnig verður farið yfir skýrslur og notagildi þeirra við upplýsingaöflun vegna viðveru starfsmanna.

Markmiðið er að kerfisstjórar öðlist heildarsýn á Tímon og geti nýtt sér alla grunnvirkni.

Fimmtudaginn 11. jan. 2018 kl. 09-12

18.000 kr.

Hópstjóranámskeið Tímon

Námskeið ætlað notendum með hópstjóraréttindi.

Farið verður á markvissan hátt yfir alla helstu virkni kerfisins og stutt verkefni lögð fyrir.

Kerfisvirkni sem unnið verður í er stofnun og stillingar starfsmanna, tegundir stimplana, samþykktarferli, reiknireglur o.fl. Einnig verður farið yfir skýrslur og notagildi þeirra við upplýsingaöflun vegna viðveru starfsmanna.

Markmiðið er að hópstjórar öðlist heildarsýn á Tímon og geti nýtt sér alla grunnvirkni sem aðgangur þeirra býður upp á.

Þriðjudaginn 16. jan. 2018 kl. 13-15

15.000 kr.

Sérsniðin námskeið

Hægt er að panta hjá okkur sérnámskeið fyrir hóp- og/eða kerfisstjóra innan fyrirtækis, þar sem námskeið er aðlagað að ykkar þörfum og unnið í samráði við starfsmannasvið. Hafðu samband í síma 5 100 600 eða sendu okkur póst á timon@trackwell.is fyrir nánari upplýsingar um sérnámskeið.

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Costco velur Tímon

Í vor ákvað Costco Wholesale að bætast í sístækkandi hóp viðskiptavina Tímon. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt gerir Costco miklar kröfur til gæða og þjónustu og erum við stolt af því að þau hafi valið Tímon fram yfir önnur kerfi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fá að... Lesa meira

Leitum að Tímon ráðgjafa

Trackwell leitar að áhugasömum liðsmanni í Tímon teymið okkar sem sér um ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini Tímon. Helstu verkefni: Ráðgjöf og greining á þörfum viðskiptavina Reikniregluforritun til útreikninga launa Samskipti við viðskiptavini og úrvinnsla þjónustubeiðna Þátttaka í innleiðingum og almenn þjónusta Menntunar- og hæfniskröfur: Reynsla eða menntun í... Lesa meira

Tímon í stöðugri sókn

Síðustu misseri hafa verið mjög annasöm hjá Tímon teyminu og viðskiptavinum hefur fjölgað jafn og þétt. Meðal nýlegra viðskiptavina má nefna Borgarleikhúsið, Exton, Hótel Keflavík, Perla Norðursins og WOW air. Mikil fjölbreytni er meðal nýrra viðskiptavina og hafa þeir komið úr öllum greinum atvinnulífsins, ekki síst úr ferðaþjónustu og... Lesa meira