06. apríl 2018![]()
by admin | apr 6, 2018 | Uncategorized @is
Gert er ráð fyrir að ný persónuverndarlög (GDPR) taki gildi 25. maí næstkomandi. Persónuverndarlöggjöfin tekur til verndar einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja hinni nýju löggjöf. Þjónusta Trackwell er þegar að flestöllu leyti í takt við kröfur nýju laganna, enda höfum við ætíð lagt ríka áherslu á persónuvernd. Til þess að uppfylla ný lög höfum við bætt samningi við þjónustuskilmála sem skuldbindur Trackwell að haga starfsháttum eftir nýrri löggjöf. Við höfum nú þegar boðið viðskipavinum okkar að skrifa undir samninginn og fengið mjög jákvæð...
06. september 2017![]()
by admin | sep 6, 2017 | Uncategorized @is
Í vor ákvað Costco Wholesale að bætast í sístækkandi hóp viðskiptavina Tímon. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt gerir Costco miklar kröfur til gæða og þjónustu og erum við stolt af því að þau hafi valið Tímon fram yfir önnur kerfi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í því ævintýri sem koma Costco til Íslands hefur verið og samvinnan hefur gengið mjög vel. Starfsemi Costco er fjölbreytt og endurspeglast það meðal annars í launa- og starfsmannamálum. Verslunin nýtir sér Tíma- Viðveru- og Vaktaskráningu og hlökkum við til áframhaldandi...
01. júní 2017

![]()
by admin | jún 1, 2017 | news-timonis, newsis, Uncategorized @is
Síðustu misseri hafa verið mjög annasöm hjá Tímon teyminu og viðskiptavinum hefur fjölgað jafn og þétt. Meðal nýlegra viðskiptavina má nefna Borgarleikhúsið, Exton, Hótel Keflavík, Perla Norðursins og WOW air. Mikil fjölbreytni er meðal nýrra viðskiptavina og hafa þeir komið úr öllum greinum atvinnulífsins, ekki síst úr ferðaþjónustu og meðal verktaka. Fjölbreytni í hópi viðskiptavina hefur mikla möguleika í för með sér og við höfum lagt hart að okkur við að mæta vaxandi kröfum. Mikil vinna hefur farið í ýmsar spennandi nýjungar sem eru í prófunum og verða kynntar eins fljótt og auðið...