Atvinnugreinar

Fáðu tilboð

Hverjar eru ykkar þarfir?
Smelltu á flipann hér fyrir neðan, fylltu út formið og við munum hafa samband við þig.

Fáðu tilboð

Hér eru dæmi um nokkrar atvinnugreinar og hvernig þær nýta sér Tímon lausnir.

Vöxtur í ferðaþjónustu hefur verið mikill undanfarin ár og hefur það endurspeglast í aukinni notkun ferðaþjónustufyrirtækja á Tímon.

Þar sem mikil sveifla getur verið í mannaforða eftir árstíðum er mikilvægt að halda góðri yfirsýn og geta brugðist við örum breytingum á einfaldan hátt. Þau atriði sem ferðaþjónustan nýtir sér einkum er skipulag vakta í vaktakerfi Tímon og utanumhald um sveigjanlegan vinnutíma starfsmanna.

Tímon kemur til móts við ferðaþjónustuna á ýmsan hátt og hafa nýjungar sprottið fram sem styðja vel við þarfir hennar. Dæmi um lausnir sem ferðaþjónustan hefur nýtt sér eru meðal annars að leiðsögumenn geta stimplað sig á ákveðna ferð og Tímon sér um allan útreikning samkvæmt kjarasamningi Félags leiðsögumanna.

Nota lausnir: Tímaskráning, viðvera og vaktaskráning

Dæmi um viðskiptavini: Center Hotels, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, Eskimo Travel, Hótel Keflavík, Perla Norðursins og WOW air

 • Vaktaplan
 • Mönnun vakta með tilliti til bókunar
 • Hentar vel fyrir dreifða starfssemi
 • Kjarasamningar, tímakaupsútreikningar
 • Mikil starfsmannavelta

Tímon hentar verslunargeiranum sérstaklega vel, jafnt smærri verslunum sem stórum. Þar er krafist lausnar sem er þægileg í notkun, uppfyllir VR kjarasamninga og sérkjarasamninga og styður við margar starfsstöðvar þar sem starfsmenn flakka gjarnan á milli. Hægt er að fylgjast með eftirvinnu á líðandi launatímabili.
Nota lausnir: Tímaskráningu, Viðveru, Vaktaskráningu

 • Hentar vel fyrir dreifða starfssemi
 • Keyra til launa
 • Fylgjast með yfirvinnu starfsmanna og taka út daglega stöðu í gagnahús.
 • Kjarasamningar, tímakaupsútreikningar
 • Mikil starfsmannavelta
 • Auðvelt að bæta við starfsstöð

Dæmi um viðskiptavini sem nota kerfið:

logo-verslanir
Hér má sækja bæklinginn: Tímon – Tímaskráning og viðverukerfi

Fyrirtæki sem eru í þjónustugeiranum eru að nýta sér skráningu á verk og viðveru. Þar er mikið um blandaðar lausnir, starfsfólk á föstum mánaðarlaunum þar sem viðvera og fjarvistarskráning eru lykilatriði. Aðrir eru með hóp verktaka á tímakaupi og umsýslu vaktavinnu. Tímon er sveigjanlegt og styður á auðveldan hátt við mismunandi þarfir.
Nota lausnir: Viðveru, Tímaskráning, Verkskráning, Vaktaskráning, Mötuneyti
Dæmi um viðskiptavini: Vörður, Vodafone, Eimskip, Exton og Félagsstofnun Stúdenta.

 • Fylgjast með viðveru og fjarvistum.
 • Skipuleggja orlof starfsfólks.
 • Skrá þjónustubeiðnir frá viðskiptavinum eða innanhúss.
 • Tól fyrir mannauðsstjóra til að fylgjast með þróun veikinda, veikindarétt, orlofsréttindi og starfsmannaveltu.
 • Úttektir starfsfólks beint til launa.

Hér má sækja bækling um Tímon: Tímon – Tímaskráning og viðverukerfi

Sveitarfélög eru öflugir Tímon notendur. Þeir eru með mikið flækjustig launaútreikninga og ólíka hópa starfsfólks. Þar reynir á vaktavinnu, útköll, hvíldarákvæði og frítökuréttindi, allt sem Tímon heldur utan um og léttir vinnu launadeildar. Gott samstarf hefur leitt af sér endurbætur í lausninni sem hentar vel þessum geira.
Nota lausnir: Tímaskráning, Vaktaskráning, Viðvera

Dæmi um viðskiptavini: Akranes, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Ölfus og Hörgársveit.

 • Keyra til launa
 • Skipuleggja vaktir
 • Keyra inn vinnuramma kennara, forfallakennsla
 • Hvíldarútreikningar, frítaka, álagsútreikningar
 • Mikið um hlutastörf og utanumhald þessa
 • Starfsmenn í tveimur störfum

Hér má sækja bækling um Tímon: Tímon – Tímaskráning og viðverukerfi

Verktakageirinn er tryggur hópur Tímon notenda og nýtir sér mikið rauntímaskráningu á verk úr gsm símum á vinnustöðum hvar sem er. Einnig er hægt að stimpla sig inn í gegnum snjallsíma og skráist þá um leið GPS staðsetning tækisins inn í Tímon. Verktökum er mikilvægt að fylgjast vel með framlegð á verkum ásamt yfirvinnukostnaði. Vinnuskýrslur úr Tímon er hægt að nota við útskuldun reikninga.

Nota lausnir: Tímaskráning, Verkskráning
Dæmi: ÍAV, Litagleði, Tandraberg, Rafmiðlun og Eykt.

 • Úttekt í verkbókhald og launakerfi
 • Kostnaðarskráning á tæki og tól
 • Skráning á verk úr gsm og snjallsímum – GPS staðsetning á stimplunum úr snjallsímum
 • Skýrslur um framlegð verka, kostnað, fylgiseðlar með reikningum
 • Tímakaupsreglur

Hér má finna verktakabækling Tímon.

Hafðu samband

Hafðu samband í dag til að fá meiri upplýsingar um þjónustu okkar.

+354 5100 600
Trackwell
Laugavegi 178
105 Reykjavík, Iceland

Fréttir

Trackwell uppfyllir nýjar kröfur um persónuvernd

Gert er ráð fyrir að ný persónuverndarlög (GDPR) taki gildi 25. maí næstkomandi. Persónuverndarlöggjöfin tekur til verndar einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja hinni... Lesa meira

Trackwell á Verk og vit 2018

Trackwell verður á  stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll 8.-11. mars að kynna Tímon og Flota fyrir gestum sýningarinnar.  Sýningin er haldin í fjórða sinn og er eins og áður tileinkuð byggingariðnaði, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, sjá verkogvit.is. Sýningin var síðast haldin árið 2016 og tókum við þá þátt í fyrsta... Lesa meira

Costco velur Tímon

Í vor ákvað Costco Wholesale að bætast í sístækkandi hóp viðskiptavina Tímon. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt gerir Costco miklar kröfur til gæða og þjónustu og erum við stolt af því að þau hafi valið Tímon fram yfir önnur kerfi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fá að... Lesa meira